VIÐTÖL

 

Tómstundaáhugamál:

Á fimmta hundrað

fingurbjargir

Í árana rás hafa margir átt sér þau áhugamál að safna einhverju sérstöku. Nýlega tókum við hús á einum slíkum safnarar, en sú er með mjög skemmtilegt safn sem í eru vel á fimmta hundrað

Upphaflega hófst söfnun þessi fyrir 17 árum er dóttir hennar sem var við nám erlendis keypti eina fingurbjörg og sendi móður sinni. Síðan starfaði sonur á skemmtiferðaskipi og fór með því í heimsreisu og kom víða við og keypti fingurbjargir. Nú orðið þegar fréttir fóru að berast milli fólks fór ótrúlegasta fólk að kaupa og gefa henni fingurbjargir sem það sá á ferðum sínum erlendis og þó ótrúlegt sé þá eru aðeins þrjú sett sem eru eins í öllu safninu.

Fingurbjargirnar sem eins og fyrr segir koma allsstaðar úr heiminum og auðvitað líka frá Íslandi. Margar þeirra koma frá sama stað, en eru þó með mismunandi myndum. Þarna eru líka fingurbjargir sem eru fyrir fingur með langar neglur og kennir ýmisra grasa eins og sést á myndunum sem fylgja hér með. Sjá má m.a. bangsa, snuð o.fl. auk merkja frá vinabæjum á erlendri grundu.

Miklir reynsluboltar í matargerðarlist, sem báðir hófu nám í iðninni 16 ára gamlir og luku því tvítugir og hafa síðan unnið við fagið. Þeir opnuðu í sumar nýjan matsölustað að Hafnargötu 53 í Keflavík. Hér er um að ræða um veitingastaðinn Rétturinn hjá Magga og Halla, en þetta eru að sjálfsögðu þeir Magnús Þórisson og Haraldur Helgason. Þeir félagar eru nánast jafngamlir því aðeins eitt ár skilur þá að, en Halli er fæddur 1969 og Magnús 1970 og báðir eru þeir ættaðir úr Sandgerði og þar ólst Magnús upp, en Haraldur í Njarðvík. Þá hafa þeir báðir unnið sjálfstætt og með öðrum, þar til fyrir 5 árum að Magnús hóf störf hjá Haraldi og nú eru þeir komnir saman í rekstur.

Víða mettað maga fólks

Á þessum árum hafa þeir séð um veitingarekstur, mötuneyti, sölu á bakkamat, matsölu og hina margrómuðu veisluþjónustu s.s. við fermingar, afmæli, erfidrykkjur, brúðkaup og fl., hvort sem um er að ræða heita- eða kalda rétti svo og snittur og tilheyrandi.  Því má segja að þeir hafa komið mjög víða við og ekki má gleyma jólahlaðborðum og öðrum matarveislum í veitingahúsinu Stapanum. Þá sáu þeir um hið stóra mötuneyti sem var rekið samhliða byggingu Reykjanesvirkjunar það sem nokkur hundruð starfsmenn voru í föstu fæði og á sama tíma var matarframleiðsla sem þeir dreifðu á vinnustaði um Suðurnes og víða um höfuðborgarsvæðið. Allt var þetta rekið undir merki Haraldar, en Magnús starfaði með honum við matseldina.

Heimilismatur og veisluþjónusta

Nú eftir að Haraldur hafði rekið mötuneyti fyrir starfsfólkið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nokkur misseri og Magnús starfað þar við hans hlið, ákváðu þeir félagar að breyta til að settu á stofn Réttinn, sem hlaut strax mjög góðar viðtökur, enda er þar um að ræða mjög góðan og fjölbreyttan heimilismat á góðu verði. Þar að auki sjá þeir áfram um hina þekktu veisluþjónustu. Það er því enginn svikinn af góðgætinu sem þeir bjóða fólki til að metta sig, en Rétturinn er opinn alla virka daga kl. 11-14 og 17-19. Látum hinsvegar myndirnar tala, þær segja meira en nokkur orð.

Rétturinn hjá Magga og Halla:

Reynsluboltar í matreiðslu